Innlent

Reykjavík sækir um að vera fjölmenningarborg

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Á fjölmenningardeginum fær alls kyns menning að njóta sín á götum borgarinnar.
Á fjölmenningardeginum fær alls kyns menning að njóta sín á götum borgarinnar. vísir/anton brink
Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg sæki um aðild að verkefninu Fjölmenningarborgir sem rekið er af Evrópuráðinu.

Verkefnið styður borgir í að móta heildstæða fjölmenningarstefnu sem á að gera borgurunum betur kleift að stýra fjölbreytileikanum í jákvæðar áttir.

Þátttökurétt í verkefninu hafa einungis borgir með minnst fimm prósent íbúa af erlendum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×