Lífið

Reykjavík framtíðarinnar

Baldvin Þormóðsson skrifar
Bergur vill að Reykvíkingar horfist í augu við borgina eins og hún er.
Bergur vill að Reykvíkingar horfist í augu við borgina eins og hún er. mynd/einkasafn
Við ætlum að skoða hvernig Reykjavík getur haldið sér samkeppnishæfri við erlendar borgir í framtíðinni, segir Bergir Ebbi Benediktsson en hann heldur erindi í kvöld á Loft Hostel ásamt Kristínu Soffíu Jónsdóttir á vegum Samfylkingarinnar.

Viðburðurinn nefnist Reykjavík framtíðarinnar? og þar segir að Reykjavík sé lifandi borg sem enn sé að vaxa og þróast.

Við eigum ekki að eltast við einhverjar stílíseraða framtíðarsýn, við verðum að horfast í augu við það hvernig borg Reykjavík er í dag og vinna út frá því, segir Bergur Ebbi sem bætir því við að það sem við teljum vera slæmt sé ekkert endilega slæmt og það sem við teljum vera gott er ekkert endilega gott.

Ef þig langar að fara á torg, drekka kaffi í sólinni og hlusta á harmonikkuleikara þá ferðu bara til Ítalíu. Þeir eru góðir í svoleiðis, segir Bergur. Allt sem við höldum að sé eitthvað eftirsóknarvert í Reykjavík er kannski ekki eitthvað sem við eigum að vera að eltast við.



Bergur hvetur þá sem áhuga hafa á borginni til þess að mæta á Loft Hostel klukkan 18.00 og velta fyrir sér framtíðarsýn Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×