Innlent

Reykjanesbær skuldar 40 milljarða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Reykjanesbær skuldar rúma fjörutíu milljarða króna og er skuldahlutfall bæjarins um 270 prósent. Sveitarfélög mega þó ekki skulda meira en 150 prósent af reglulegum tekjum samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Þetta kom fram í skýrslu um fjárhagsstöðu bæjarins sem kynnt var á borgarafundi í kvöld.

KMPG kynnti samantekt sína um leið til að snúa stöðunni við en þar er farið ítarlega yfir hvernig hægt er að bæta stöðu Reykjanesbæjar. Þær tillögur miða að því að skera niður rekstrarkostnað um 500 milljónir króna og auka tekjur bæjarsjóðs um 400 milljónir. Í samantektinni kemur fram að Reykjanesbær þurfi um 900 milljónir í aukna framlegð til að bæta hag bæjarins.

Fjallað verður ítarlega um málið í Fréttablaðinu á morgun.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×