Innlent

Reiðhjólafólk varað við sleipum Skólavörðustíg

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Reiðhjólafólki er bent á að fara rólega á málningunni.
Reiðhjólafólki er bent á að fara rólega á málningunni. mynd/steinþór vísir/vilhelm
Borgin var ekki lengi að bregðast við ábendingum þess efnis að regnbogamálaður Skólavörðustígurinn sé sleipur í rigningu. Búið er að setja upp skilti sem gefur til kynna að að hált geti verið í götunni.

„Ég rann þarna í dag og hjólið skaust undan mér,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson viðburðastjóri CCP og Gettu Betur dómari. Byltan gaf honum skrámur og að auki finnst honum líklegt að hann muni fá „landakort á lærið“ eins og hann orðar það sjálfur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk sem ferðast á hjólum kvartar yfir málningu á vegum landsins en mótórhjólamenn hafa löngum verið óánægðir með málninguna sem notuð er til vegmerkinga. Að auki óttuðust þeir á sínum tíma að bleika lykkjan milli Hringbrautar og Bústaðavegs myndi vera slysagildra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×