Lífið

Reið górilla hræddi fjölskyldu – Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Górillan Kojito.
Górillan Kojito.
Górilla í Henry Doorly dýragarðinum í Bandaríkjunum sendi fjölskyldu á flótta með því að stökkva á rúðu á búri nokkurra górilla. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Forsvarsmenn dýragarðsins segja fjölskylduna ekki hafa verið í hættu, þó stórar sprungur hafi myndast á rúðunni.

Þó þau hafi ekki verið í hættu er ljóst að þeim var nokkuð brugðið. Sé myndbandið stöðvað á réttum tíma, má vel sjá hve mikið þeim var brugðið.

Fjölskyldunni var greinilega mjög brugðið.
Kevin Cave tók eftir því að ein górillan var með skurð undir öðru auganu og heyrði starfsmenn Dýragarðsins ræða um að górillurnar hefðu verið að slást. Á vef CNN segir Dan Cassidy frá dýragarðinum að górillur sláist af og til.

Hann segir að þær sýni fram á hörku sína og styrk með því að slá á veggi og rúður. Þrátt fyrir að stórar sprungur hafi myndast í rúðunni segir Cassidy að þær séu sérstaklega styrktar og að górillan hefði ekki geta farið í gegnum hana.

Kijoto er tuttugu ára gamall og um 170 kíló að þyngd.

Lengri útgáfu af myndbandinu má sjá hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×