Fótbolti

Real Madrid heimsmeistari félagsliða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Real fagnar marki Ramos.
Leikmenn Real fagnar marki Ramos. Vísir/Getty
Real Madrid tryggði sér í kvöld titilinn heimsmeistarar félagsliða með sigri gegn argentínska liðinu San Lorenzo í úrslitaleik, en úrslitakeppnin fer fram í Marokkó.

Sergio Ramos kom Real yfir eftir 37. mínútna leik og Wales-verjinn Gareth Bale tvöfaldaði forystuna sex mínútum eftir hlé.

Þannig enduðu leikar, en Ramos og Bale voru báðir að skora sitt annað mark í keppninni. Þeir skoruðu einnig í undanúrslitum gegn Cruz Azul.

Þetta var í fyrsta skipti sem Real vinnur Heimsmeistarakeppni félagsliða í núverandi mynd, en þeir unnu Club Olimpia frá Paragvæ í árlegum leik Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara árið 2002.

Aukland City FC vann svo Cruz Azul í vítaspyrnukeppni í leiknum um þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×