Innlent

Rannsókn sýnir fram á skaðleg áhrif

Yfirlæknir á ofnæmisdeild LSH segir að tölfræðilega séð sé greinilega samband á milli heilsu og raka í húsum.
Yfirlæknir á ofnæmisdeild LSH segir að tölfræðilega séð sé greinilega samband á milli heilsu og raka í húsum. fréttablaðið/Stefán
Öndunarfæraeinkenni hjá fólki sem býr við raka í híbýlum sínum eru 30 til 50 prósent algengari en hjá þeim sem ekki búa við neinn raka.

Samnorræn rannsókn frá árinu 2005 sýndi fram á að raki er í tæplega 20 prósentum húsa á Íslandi. Íbúar þeirra húsa sýna oftar ýmis öndunarfæraeinkenni eins og hósta, mæði og astma.

María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, lungna- og ofnæmislæknir og settur yfirlæknir ofnæmislækninga á Landspítala, hafði yfirumsjón með rannsókninni.

„Niðurstöðurnar eru nákvæmlega í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis,“ segir María. „Áhættan fyrir öndunarfæraeinkennum er hærri hjá þeim sem búa við raka.“ Líkt og fram hefur komið í Fréttablaðinu að undanförnu er algengt að myglusveppur myndist í þeim húsum þar sem raki er mikill og er talið að hann geti valdið fyrrgreindum einkennum hjá íbúum.

„Tölfræðilega séð er klárlega samband á milli,“ segir María. „Það eru til svo margar rannsóknir sem sýna tengsl á milli þessara þátta. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er að taka á þessum málum og frá henni hefur komið að það sé ekki æskilegt að fólk búi í rakaskemmdu húsnæði, þó að ekki sé hægt að sýna fram á orsakasambandið með óyggjandi hætti.“

Talið er að myglusveppur sé í allt að 50 þúsund húsum á landinu.- sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×