Innlent

Rangt tengdir ljósleiðaraendar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gagnaveita Reykjavíkur tengdi ljósleiðaraenda á rangan hátt.
Gagnaveita Reykjavíkur tengdi ljósleiðaraenda á rangan hátt.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína í deilumáli Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Niðurstaðan er Gagnaveitunni í óhag.

Míla taldi GR hafa farið á svig við reglur með því að sjóða strengenda ljósleiðara beint á innanhússlögn í húskassa í stað þess að nota þartilgerðan tengilista.

Hafnar Póst- og fjarskiptastofnun þeim rökum GR um að málið heyri ekki undir stofnunina og segir að fyrirtækinu beri að tengja endana rétt. Fyrirtækið þarf að bera þann kostnað sem stofnast í kjölfar úrbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×