Fótbolti

Randers farið að hiksta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Randers.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Randers. vísir/getty
Eftir frábæra byrjun í dönsku úrvalsdeildinni er aðeins farið að gefa á bátinn hjá Íslendingaliðinu Randers.

Liðið fékk skell á heimavelli í dag er liðið tapaði 0-4 gegn Sönderjyske. Randers hefur nú ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers sem Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfar.

Randers var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn og heldur því í bili að minnsta kosti.

Hallgrímur Jónasson hefur jafnað sig af meiðslum sínum og var í liði Lyngby sem vann 0-1 útisigur á Viborg. Lyngby er nýliði í deildinni og er í efri hlutanum eftir fína byrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×