Lífið

Rakari í Mosul í búningi Ungmennafélags Grundarfjarðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Íþróttatreyjan sem um ræðir.
Íþróttatreyjan sem um ræðir.
Sú hefð hefur myndast í Írak og þá sérstaklega í Mosul að íbúar raki af sér skeggið þegar þeir eru frelsaðir undan oki Íslamska ríkisins. Rakstur er bannaður samkvæmt reglum hryðjuverkasamtakanna. Fréttakonan Magda Gad, sem vinnur meðal annars fyrir Expressen, birti í gær myndband af einum slíkum rakstri.

Hún er stödd í Mosul og fylgist með aðgerðum hersins gegn ISIS.

Athygli vekur að rakarinn sjálfur er klæddur í gamlan keppnisbúning Ungmennafélags Grundarfjarðar.

Eftir því sem Vísir kemst næst voru forsvarsmenn ungmennafélagsins að taka til í geymslu félagsins árið 2010 og voru gamlir búningar gefnir til Rauða krossins. Nú er minnst einn þeirra niðurkominn í Írak.

Þar sjáum við enn eitt dæmið um hve lítill þessi heimur getur verið og að gjafir leiða gott af sér. Tugir þúsunda hafa flúið vegna átakanna í Mosul, en vígamenn ISIS skýla sér á bakvið almenna borgara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×