Lífið

Ragnar til Póllands

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Það er nóg um að vera hjá rithöfundinum Ragnari Jónassyni en pólska bókaforlagið Amber keypti útgáfuréttinn á öllum fimm glæpasögunum í Siglufjarðarsyrpu.

Útgáfan stefnir á að gefa út nýja bók eftir Ragnar á hálfs árs fresti og hefur leika með fyrstu bók syrpunnar, Snjóblindu, sem koma á út í Póllandi í haust en aðrar bækur í syrpunni eru Myrknætti, Rof, Andköf og Náttblinda.

Snjóblinda kom nýlega út í Bretlandi og náði rafbókarútgáfan fyrsta sæti á metsölulista Amazon sem teljast verður feiknargóður árangur en Snjóblinda og Myrknætti hafa komið út í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×