Lífið

Ræktar stóla og borð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Starfsmenn Full Grown annast nú hundruð trjáplantna sem eru að vaxa sem húsgögn.
Starfsmenn Full Grown annast nú hundruð trjáplantna sem eru að vaxa sem húsgögn. Full Grown
Breskur hönnuður hefur farið heldur nýstárlega leið við framleiðslu á stólum - hann hreinlega ræktar þá. „Við höfum hugsað alveg upp á nýtt hvernig viður er notaður sem efni,“ hefur Quartz eftir hönnuðinum Gavin Munro sem lætur tré vaxa eftir sérstökum grindum.

Hér má sjá ræktunina.Full Grown
Síðustu fjögur ár hefur Munro og starfsmenn fyrirtækisins Full Grown sinnt hundruðum trjáplantna sem eru að vaxa eins og stólar, borð, lampar og rammar. „Það er ótrúlega tilfinningaþrungið að fylgjast með hópi stóla og borða," segir Munro en það tekur hvern hlut nokkur ár að vaxa. 

Hugmyndin kviknaði fyrst hjá Munro þegar hann var barn og fylgdist með bonsai-tré vaxa í form stóls af sjálfu sér. Hann segir að reynsla sín af nokkrum aðgerðum sem hann þurfti að undirgangast vegna hryggskekkju hafi einnig kennt honum þolinmæði, sem er lykilatriði þegar rækta á stóla og borð.

Misjafnt er hversu lengi viðskiptavinir Full Grown þurfa að bíða eftir húsgögnunum sínum. Sumir stólanna verða til á þremur til fjórum árum á meðan eikarstólar þurfa allt að tíu ár til að vaxa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×