Tónlist

Quarashi kveður

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Þrefaldur safnpakki rappsveitarinnar sálugu Quarashi er komin út á netinu. Platan kemur svo  búðir fyrir helgi en fékk for-útgáfu í dag í gegnum vefverslun tónlist.is. Tvö áður óútgefin lög, sem ekki er að finna í pakkanum, fylgja með kaupum á netinu. Annað þeirra, Shady Lives, er áður óheyrt lag með rapparanum Opee sem gerði lagið Mess it Up vinsælt með sveitinni. Hitt heitir An Abductee og er afgangslag unnið fyrir Jinx plötuna sem svo ekki fannst pláss fyrir.

Sjálfur inniheldur pakkinn 2 geisladiska með 40 lög alls og DVD disk með myndböndum, heimildarmyndum og tónleikaupptökum. Þar á meðal má sjá upptökur frá endurkomu sveitarinnar frá því í sumar, bæði á Nasa og á Bestu útihátíðinni.

Þannig kýs sveitin kveðja aðdáendur sína með útgáfu er svalar bæði þorsta þeirra er vilja öll vinsælustu lögin á sama stað og þeirra er vilja fá meira fyrir sinn snúð.

Fylgist með Quarashi á Fésbókinni en þar er sveitin m.a. með leik í gangi fyrir aðdáendur þar sem verðlaunin eru árituð eintök af pakkanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×