Lífið

Prjónaði nýja húfu handa fastakúnna eftir að sú gamla fauk

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Helgi alsæll með húfuna.
Helgi alsæll með húfuna. mynd/telma huld og vísir/vilhelm
„Hann er okkar allra ástsælasti fastakúnni,“ segir Geoffrey Þór Karl Huntingdon-Williams, rekstarstjóri Priksins. Þar er hann að tala um Helga Gestsson, einnig þekktur sem Helgi okkar, sem hefur mætt á Prikið í fjölda ára.

Helgi mætti í gær á sínum venjulega tíma en með aðra húfu en vanalega. „Þetta var einhver forljót jólasveinahúfa úr Blómaval. Þá hafði húfan hans fokið af hausi hans í óveðrinu í fyrradag.“

Í kjölfarið tók annar fastakúnni kaffihússins, Anna Jóna Heimisdóttir, sig til og prjónaði húfu með merki Priksins handa Helga. Verkið tók Önnu ekki nema tæpan dag og afhentu starfsmenn Priksins Helga húfuna.

„Helgi hefur komið hingað síðan ég byrjaði og okkur þykir öllum mjög vænt um hann. Ég held hann hafi mætt nær daglega á Prikið í nærri 25 ár,“ segir Geoffrey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×