Innlent

Prestur Vestmannaeyinga færir sig yfir á Eyrarbakka

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Séra Guðbjörg Arnardóttir og Séra Ninna Sif Svavarsdóttir taka við starfi í Selfosskirkju þann 1. ágúst.
Séra Guðbjörg Arnardóttir og Séra Ninna Sif Svavarsdóttir taka við starfi í Selfosskirkju þann 1. ágúst. Vísir/MHH
Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur Vestmannaeyjaprestakalls, mun taka við þjónustu í Eyrarbakkaprestakalli frá og með 1. ágúst. Biskup Íslands auglýsti í byrjun júní eftir presti til að sinna afleysingaþjónustu í kallinu frá og með 1. júlí í fullu starfi. Ákvörðunin er tekin í samráði við formenn sóknarnefnda Eyrarbakkaprestakalls.

Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sem sinnt hefur prestakallinu að undanförnu mun þjóna því í júlímánuði.

Ennfremur hefur verið ákveðið að séra Þorvaldur Karl Helgason þjóni Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka en þann 1. ágúst taka tveir prestar við störfum í Selfossprestakalli.

Um er að ræða Séra Guðbjörgu Arnardóttur sem verður sóknarprestur og Séra Ninnu Sif Svavarsdóttur sem verður prestur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×