Lífið

Poppkastið: Verstu íslensku sjónvarpsþættirnir, Sara svarar og goðsögn kveður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður er gestur Poppkastsins þessa vikuna og hraunar yfir verstu íslensku sjónvarpsþættina.
Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður er gestur Poppkastsins þessa vikuna og hraunar yfir verstu íslensku sjónvarpsþættina. Myndvinnsla/Garðar
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir IKEA-geitar brunann mikla og forsetabuffið umdeilda. Þá er einnig farið yfir svar Söru Heimis við Rich Piana og við kveðjum einn af þessum stóru, Leonard Cohen.

Ikea geitin brann til ösku á mánudaginn. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan fjögur aðfaranótt mánudags.

Þá hneykslaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, landann þegar hann skartaði buffi merktu Alzheimer samtökunum. Þá gekk hann einnig alveg fram af tískuspekingum þegar bindissídd hans var í ruglinu á blaðamannafundi á Bessastöðum.

Sara Heimis svaraði fyrrum eiginmanni sínum Rich Piana fullum hálsi í vikunni eftir að hann sakaði hana um að hafa gifst sér einungis til að fá hið eftirsótta græna kort.

Þá fá Hulda og Stefán til sín góðan gest, íþróttafréttamanninn Tómas Þór Þórðarson, sem fer yfir verstu íslensku sjónvarpsþætti sem gerðir hafa verið.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að neðan má hlusta á annan þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×