Innlent

Pollurinn aftur yfir mörkum

Sveinn Arnarsson skrifar
Heilbrigðiseftirlitið biður fólk að forðast sjóböð og busl í Pollinum að sinni.
Heilbrigðiseftirlitið biður fólk að forðast sjóböð og busl í Pollinum að sinni. Fréttablaðið/Pjetur
Magn saurgerla í Pollinum á Akureyri við athafnasvæði siglingaklúbbsins Nökkva, í sýnum teknum 23. júní, fóru aftur nokkuð yfir viðmiðunarmörk. Heilbrigðiseftirlitið beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna klúbbsins og almennings að forðast sjóböð og busl í víkinni þar til aðrar niðurstöður liggja fyrir.

Fréttablaðið greindi frá því að magn saurgerla við höfnina hafi í mánuðinum mælst 800 falt yfir viðmiðunarmörkum. Viðmiðið er 100 gerlar í hverjum hundrað millilítrum af sjó. Nú sýndu mælingar 350 gerla hverjum 100 millilítrum sem er nokkuð yfir mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×