Íslenski boltinn

Piltarnir okkar fengu brons á ÓL í Nanjang | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Piltarnir fagna marki Helga Guðjónssonar á skemmtilegan hátt.
Piltarnir fagna marki Helga Guðjónssonar á skemmtilegan hátt. vísir/getty
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum fimmtán ára og yngri vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar sem nú standa yfir í Nanjang í Kína.

Piltarnir okkar mættu Grænhöfðaeyjum í leiknum um þriðja sætið í dag og unnu öruggan sigur, 4-0, en Ísland tapaði fyrir Suður-Kóreu í undanúrslitum.

Kolbeinn Finnsson, Fylkismaður, sonur FinnsKolbeinssonar, kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu og Fjönismaðurinn TorfiTímóteusGunnarsson bætti við öðru marki á 40. mínútu.

Leikmaður Grænhöfðaeyja varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks, en Framarinn Helgi Guðjónsson tryggði 4-0 sigur Íslands með marki á 61. mínútu. Flottur árangur hjá FreySverrissyni, landsliðsþjálfara, og piltunum okkar.

Byrjunarlið Íslands: Aron Birkir Stefánsson - Kristinn Pétursson, Ísak Atli Kristjánsson, Torfi Tímóteus Gunnarson, Alex Þór Hauksson - Kolbeinn Birgir Finnsson, Aron Kári Aðalsteinsson, Jónatan Ingi Jónsson, Kristófer Kristinsson - Helgi Guðjónsson, Guðmundur Tryggvason.

Kolbeinn Finnsson skorar af vítapunktinum.vísir/getty
Guðmundur Tryggvason fer framhjá einum leikmanni Grænhöfðaeyja.vísir/getty
Piltarnir fagna með Kolbeini Finnssyni.vísir/getty
vísir/getty
Torfi Tímóteus Gunnarsson fagnar marki sínu.vísir/getty
Helgi Guðjónsson skoraði mark.vísir/getty
Sigurhringur í leikslok.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×