Leikjavísir

PewDiePie kenndi Stephen Colbert að blóta á sænsku - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Felix Kjellberg eða PewDiePie.
Felix Kjellberg eða PewDiePie.
Felix Kjellberg, sem er betur þekktur sem YouTube stjarnan PewDiePie, var gestur Stephen Colbert í þættinum Late Show á fimmtudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem hann er gestur í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum, þó honum hafi brugðið fyrir í síðustu seríu South Park.

Felix er stærsti aðilinn í svokölluðum LetsPlay myndböndum á YouTube og er rásin hans með flesta áskrifendur af öllum rásum myndbandaveitunnar. Á síðustu árum hefur stjarna hans stækkað hratt.

Colbert notaði tækifærið til að halda lögfræðingum Late Show á tánum með því að láta þá þurfa að læra sænsk blótsyrði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×