Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Þetta er ekki stórveldi sæmandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Treyja Jeppe Hansen vakti athygli Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Pepsi-markanna, þegar danski framherjinn kom inn á í leik Vals og KR í 17. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Jeppe, sem kom til KR frá Stjörnunni í júlí-glugganum, ber treyjunúmerið 19 á bakinu.

Sjá einnig: Pepsi-mörkin: Gleymdi dómarinn að Skúli Jón var á gulu spjaldi?

Hjörvar tók hins vegar eftir því að Jeppe er í gamla búningnum hans Hólmberts Arons Friðjónssonar, nema það er búið að líma einn fyrir framan níu á afar klúðurslegan hátt.

„Þetta finnst mér ekki vera stórveldi sæmandi,“ sagði Hjörvar í Pepsi-mörkunum í gær.

Sjá einnig: Uppbótartíminn: Dómaraumferðin mikla

„Þetta er greinilega gamli búningurinn hans Hólmberts og þeir hafa ákveðið að troða einum á undan níu. Þetta er ekki í neinu samræmi. Er þetta stórveldi? Kommon. Þú treður ekki bara einum fyrir framan eins og þetta sé Augnablik.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Kristinn Freyr: Þetta var siðlaust, ég viðurkenni það

Kristinn Freyr Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með Valsmönnum í kvöld þegar þeir mættu KR. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þegar Valsarar unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×