Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Þórir var aldrei rangstæður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjölnismenn voru ekki par sáttir við dómgæsluna í 4-0 tapinu fyrir Stjörnunni í gær.

Fyrsta mark Stjörnumanna kom úr ódýrri vítaspyrnu og á 55. mínútu, í stöðunni 2-0, var dæmt mark af Fjölni sem virtist vera löglegt. Þórir Guðjónsson skallaði þá sendingu Gunnars Más Guðmundssonar í netið en var dæmdur rangstæður.

„Aðstoðardómarinn er bara að horfa á Þóri og Brynjar Gauta [Guðjónsson]. Hann er ekkert að fylgjast með hvenær boltinn kemur,“ sagði Hörður Magnússon í Pepsi-mörkunum í gær.

Óskar Hrafn Þorvaldsson bætti um betur og sagði að um rangan dóm væri að ræða.

„Hann er aldrei nokkurn tímann í öllu þessu ferli rangstæður. Þetta er hroðalega dýrkeypt. Þetta drap Fjölnismenn,“ sagði Óskar Hrafn.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Rúnar Páll: Vantaði neista í okkur

Þrátt fyrir 4-0 sigur á Fjölni í kvöld var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×