Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Sonný átti að verja þetta | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í toppslag í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á þriðjudaginn.

Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir bjargaði stigi fyrir Valskonur þegar hún skoraði með góðu langskoti níu mínútum fyrir leikslok.

Í Pepsi-mörkum kvenna var farið yfir þetta mikilvæga mark Margrétar Láru og hvort vörn og markvörður Breiðabliks hefði ekki átt að koma í veg fyrir það.

„Þetta er leikmaður [Margrét Lára] sem hrekkur af varnarlínunni. Við sjáum þrjá miðjumenn Breiðabliks, enginn þeirra lokar á sendingarleið né gerir sig líklegan til að loka svæðinu. Auðvitað á miðjan að vera búin að leysa þetta fyrir löngu síðan,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson sem var gestur Helenu Ólafsdóttur ásamt Önnu Garðarsdóttur.

Gunnar og Anna voru bæði á því að Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, hefði átt að verja skot Margrétar Láru.

„Þegar aðrir menn hafa gert mistök á markvörðurinn að stíga inn í og verja þetta,“ sagði Gunnar og Anna tók í sama streng.

„Skot af 30 metra færi þarf að vera ofboðslega gott til að það fari inn.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×