Innlent

Pendúllinn: Ögurstund Sigmundar, íhlutun íhaldsins og óviss almenningur

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Reikna má með að flokksþing Framsóknarflokksins um helgina verði blóði drifinn vígvöllur. En hvor er Napóleon og hver er Wellington í þessu samhengi, Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi.

Þessu velta þau Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jón Hákon Halldórsson fyrir sér í þessum fjórða þætti Pendúlsins.

Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi gerði breytingar á listanum til að berjast gegn einsleitninni. Er það til bóta eða eru Sjálfstæðismenn að brjóta meginreglu í handbók íhaldsmannsins?

Skoðanakannanir vikunnar voru einkar ólíkar. Ljóst er að fylgið er á flugi og sjaldan jafn mikil óvissa fyrir Alþingiskosningar, sér í lagi ef að Kötlugos bætist ofan á.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október. 

Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunesPocket Casts eða Podcast Addict. Til að finna þáttinn er best að leita einfaldlega undir nafninu Pendúllinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×