Lífið

Pen Pineapple Apple Pen nýja Gangnam Style: Lag sem límist á heilann

Stefán Árni Pálsson skrifar
DJ Piko-Taroer er greinilegam mikill snillingur.
DJ Piko-Taroer er greinilegam mikill snillingur. vísir
Lagið PPAP eða Pen Pineapple Apple Pen með DJ Piko-Taroer að sprengja internetið og er talað um að lagið gæti orðið næsta Gangnam Style.

Gangnam Style er vinsælasta myndband allra tíma á YouTube en horft hefur verið á það um 2,7 milljarða sinnum. Kazuhiko Kosaka er DJ Piko-Taro og fer hann á kostum í laginu sem er tæplega ein mínúta.

Lagið er ekki beint flókið, það er einfaldlega svona:

„I have a pen. I have an apple. Apple-pen!

I have a pen. I have [a] pineapple. Pineapple-pen!

Apple-pen. Pineapple-pen. Pen-Pineapple-Apple-Pen.“

Hér að neðan má sjá myndbandið sem margir eru að tala um. Það einfaldlega límist á heilann á manni og hefur allt til þess að verða mjög „viral“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×