Tónlist

Paula eftir Robin Thicke er flopp ársins

Robin Thicke
Robin Thicke Vísir/Getty
Þegar Robin Thicke gaf út sjöttu breiðskífu sína, Blurred Lines, þann þrítugasta júlí 2013 sló hann í gegn og seldi 177000 eintök í Bandaríkjunum fyrstu vikuna sem hún var í sölu. Nú er minna en ár liðið, en Thicke er í annarri og verri stöðu.

Söngvarinn gaf út plötuna Paula þann fyrsta júlí síðastliðinn. Thicke seldi 25.000 eintök fyrstu vikuna í sölu í Bandaríkjunum.

Það sem meira er hafa einungis 530 eintök verið seld í Bretlandi enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×