Þróunarsamvinna

Þróunarsamvinna

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Fréttamynd

Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum

Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi.

Kynningar
Fréttamynd

Brugðist við útbreiðslu kóleru í Mósambík

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), hóf umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru í Mósambík á dögunum. Bólusetningarátakið á að ná til 900 þúsund íbúa.

Kynningar
Fréttamynd

„Ekki koma með ræðu, komið með áætlun“

Efnt verður til leiðtogafundar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, nánar tiltekið 23. september. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ hvetur þjóðarleiðtoga ekki aðeins til þess að sækja fundinn heldur til að kynna raunhæfar aðgerðir.

Kynningar
Fréttamynd

Stjórnvöld skrifa undir samkomulag við FAO

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Ísland ætla að vinna náið saman að verkefnum sem stuðla að langtímavernd vistkerfa sjávar. Samstarfið felur í sér meðal annars fjárhagslegan og tæknilegan stuðning af Íslands hálfu.

Kynningar
Fréttamynd

Íslensk þróunarsamvinna: Vatnsból fyrir hálfa milljón íbúa

Íslensk stjórnvöld hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu komið upp vatnsbólum fyrir hálfa milljón íbúa í Afríkuríkjum. "Vatn er undirstaða alls lífs og ekkert bætir líf fátæks fólks meira en greiður aðgangur að hreinu vatni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Kynningar
Fréttamynd

Sýrlenskur flóttadrengur á stjörnuhimni Cannes

Æska Zain Al Rafeaa sem flóttadrengs í Beirút var honum innblástur í aðalhlutverki verðlaunamyndarinnar Capernaum sem skaut honum upp á stjörnuhimininn í Cannes og jafnvel lengra. Þannig hefst frásögn á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem segir frá ferðalagi ungs flóttadrengs frá Sýrlandi frá götum Beirút á rauða dregilinn í Cannes.

Kynningar
Fréttamynd

Fátækir greiða hærra verð fyrir vatn en ríkir

Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Tvöfalt fleiri, 4,3 milljarðar, hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Árleg stöðuskýrsla um vatnsmálin í veröldinni frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) var birt í dag.

Kynningar
Fréttamynd

Mörg barnanna þekkja ekkert annað en stríð

Alþjóðasamfélagið verður að draga til ábyrgðar alla þá sem hafa framið gróft ofbeldi gegn börnum í Sýrlandi í þessu grimmilega stríði, segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children.

Kynningar
Fréttamynd

Næstu tíu ár lykilár í örlögum komandi kynslóða

Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna afhenti ríkisstjórninni aðgerðaráætlun á fundi sem haldinn var á föstudag. Í aðgerðaráætluninni eru fimm verkefni sem unga fólkið telur mikilvæg við innleiðingu stjórnvalda á heimsmarkmiðunum.

Kynningar
Fréttamynd

Rúmlega tvö hundruð milljóna króna framlag Íslands vegna átakanna í Sýrlandi

Fulltrúi Íslands á Sýrlandsráðstefnunni, sem lauk í gær, ítrekaði fyrirheit stjórnvalda frá síðasta ári um 225 milljóna króna framlag til mannúðarstarfa á þessu ári, í tengslum við átökin í Sýrlandi og 250 milljóna króna framlag á næsta ári. Rúmlega fimm og hálf milljón Sýrlendinga hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og flýja til nágrannaríkja á þeim átta árum sem átökin hafa staðið yfir.

Kynningar
Fréttamynd

Reyna að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum

Utanríkisráðuneytið hefur gegnum sendiráðið í Lilongwe í Malaví ákveðið að veita tæplega fimm milljóna króna viðbótarstuðning við 50:50 herferðina í Mangochi héraði, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu. Markmiðið er að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum í kosningabaráttunni fyrir þing- og sveitarstjórnakosningar í vor.

Kynningar
Fréttamynd

Yfir 80% framlaga til þróunarsamvinnu styðja jafnrétti kynjanna

Ísland er í þriðja sæti á nýbirtum lista DAC, þróunarsamvinnunefndar OECD, um hlutfall þróunarfjár sem rennur til jafnréttismála. Tölurnar eru frá árunum 2016 og 2017 og samkvæmt greiningu DAC nýttust rúmlega 80 prósent íslenskra framlaga í baráttuna fyrir kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.

Kynningar