Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Utan vallar: Svart­nættið í Manchester

Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál.

Enski boltinn
Fréttamynd

Um­fjöllun: İstan­bul Başakşehir-Breiða­blik 3-0 | Tyrkneska liðið of stór biti fyrir Blika

Breiðablik laut í lægra haldi, 3-0, þegar liðið sótti Istanbul Basaksehir heim á Basaksehir Fatih Terim-leikvanginn í Istanbúl í seinni leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Istanbul Basaksehir vann einvígið samanlagt 6-1 og fer þar af leiðandi áfram í umspil um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar á toppinn í Katar

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Al Arabi vann 2-1 sigur á Al Rayyan í kvöld. Sigurinn lyftir Al Arabi upp á topp efstu deildar í fótbolta í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Snær ekki með í Tyrk­landi

Ísak Snær Þorvaldsson er ekki með Breiðablik er liðið mætir İstanbul Başakşehir F.K. í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Hann er að glíma við meiðsli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen.

Fótbolti