Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Sætasti sigur sem ég hef unnið”

Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Oliver: Yndislegt að gefa til baka

„Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane sá um Forest

Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 0-2 sigri liðsins á útivelli gegn Nottingham Forest í lokaleik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool lék sér að Bournemouth

Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun.

Fótbolti