Lífið

Óvæntur gestur á Slippnum í Eyjum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skrofuunginn tók þátt í sushigerð á föstudagskvöldið.
Skrofuunginn tók þátt í sushigerð á föstudagskvöldið.
Starfsfólk veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum fékk skemmtilegan gest á föstudagskvöldið. Lítill skrofuungi kom þá fyrir utan veitingastaðinn og tók starfsfólk Slippsins ungann inn.

Gísli Matthías Auðunsson eigandi staðarins segir að þau hafi fyrst haldið að um lundapysju hafi verið að ræða.

„Skrofan er líka algengur fugl hér í Eyjum en þó er ekki jafnmikið um hann og lundann. Skrofan hagar sér svipað, flýgur um í ljósi og það er því hætta á að kettir eða hundar borði svona litla unga ef þeir eru bara einir úti alveg óvarðir,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Unginn var því á Slippnum yfir nóttina og var síðan sleppt í gærmorgun.

Hér að neðan má sjá myndband sem Gísli tók þar sem hann var að búa til sushi í þessum skemmtilega félagsskap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×