Lífið

Óvænt og ánægjulegt

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ingigerður Karlsdóttir, stjórnarmaður í FÍB, og Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla.
Ingigerður Karlsdóttir, stjórnarmaður í FÍB, og Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla. Mynd/Stefán Ásgrímsson
„Þetta var óvænt og ánægjulegt,“ segir Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla í Breiðholti, eftir að hafa tekið við viðurkenningarskildi frá FÍB fyrir vel merktar gangbrautir yfir umferðargötur við skólann.

Hún segir árangurinn meðal annars árvekni foreldra skólabarna að þakka og góðu samstarfi við hverfisráð og starfsmenn borgarinnar.

„Svo er skólinn með gangbrautarverði við Suðurhóla og Austurberg á morgnana þegar umferðin er mest,“ bætir hún við.

FÍB hóf í fyrravetur að kanna gönguleiðir skólabarna í og úr skóla um allt land, hversu góðar og öruggar þær væru og hvar þörf væri á úrbótum.

Hólabrekkuskóli skoraði hæst í þeirri könnun.

Eftirlitinu verður fram haldið og allar ábendingar eru vel þegnar, að sögn Boga Auðarsonar hjá FÍB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×