Íslenski boltinn

Óskar Örn í viðræðum við FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Kantmaðurinn öflugi, Óskar Örn Hauksson, er með lausan samning hjá KR og á nú í viðræðum við FH.

Samkvæmt heimildum Vísis mun Óskar Örn funda með FH nú síðdegis en Njarðvíkingurinn hefur einnig verið orðaður við Keflavík. Samningur Óskars við KR rennur út í dag en frá og með þessum degi er íslenskum félögum heimilt að ræða við leikmenn annarra liða sem eru að renna út á samningi.

Óskar Örn hefur verið fastamaður í liði KR síðan hann gekk til liðs við félagið frá Grindavík árið 2006 en alls á hann að baki um 150 deildarleiki með KR-ingum.

Óskar hefur einnig verið á mála hjá Sogndal og Sandnes Ulf í Noregi til skamms tíma en ljóst er að þessi þrítugi kappi er einn feitasti bitinn á íslenska markaðnum í dag.


Tengdar fréttir

Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum

Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×