Lífið

Örlagabarnið tók lagið

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Hljómsveitin var starfandi frá árinu 1990 til ársins 2006 og átti ófáa smelli.
Hljómsveitin var starfandi frá árinu 1990 til ársins 2006 og átti ófáa smelli. Vísir/Getty
Popphljómsveitin Destiny's Child kom saman, öllum að óvörum, í fyrsta skipti í rúm tvö ár, á þrítugustu Stellar Gospel-tónlistarverðlaununum á laugardagskvöld.

Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams komu saman og fluttu lagið Say Yes sem tilnefnt var til þrennra verðlauna á Stellar Gospel-verðlaunahátíðinni.

Knowles og Rowland unnu með Williams að laginu og tónlistarmyndbandi við það en lagið er að finna á plötunni Journey to Freedom sem Williams gaf út árið 2014.

Síðast kom hljómsveitin saman árið 2013 í hálfleikssýningu Super Bowl.

Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið Say Yes:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×