Fótbolti

Orkudrykkjadrengirnir aftur í toppsætið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
RB Leipzig-menn fagna en liðið er kennt við Red Bull.
RB Leipzig-menn fagna en liðið er kennt við Red Bull. Vísir/getty
RB Leipzig endurheimti toppsæti þýsku deildarinnar með 2-1 sigri á Schalke á heimavelli í lokaleik dagsins í þýska boltanum í dag en Leipzig sem eru nýliðar í deildinni eru með þriggja stiga forskot á Bayern Munchen.

Leipzig sem var síðasta liðið án taps í þýsku deildinni fyrir leikinn komst yfir strax á annarri mínútu eftir vítaspyrnu Timo Werner. Bosníski varnarmaðurinn Sead Kolasinac jafnaði metin fyrir Schalke og var staðan jöfn hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleik varð Kolasinac fyrir því óláni að setja boltann í eigið net en það reyndist sigurmark leiksins þrátt fyrir að Schalke hefði reynt að pressa á Leipzig.

Var þetta áttundi sigur Leipzig í röð sem er öllum að óvörum í efsta sæti eftir þrettán umferðir með þriggja stiga forskot á Bæjara en liðin mætast í lokaumferðinni fyrir vetrarfríið þann 21. næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×