Lífið

Orðinn ómissandi partur af jólunum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Friðargangan frá því í fyrra.
Friðargangan frá því í fyrra. vísir/stefán
„Þetta er í 35. skipti sem Friðargangan er haldin en hún byrjaði í kringum áttunda áratuginn. Gangan hefur náttúrulega orðið hjá mörgum ómissandi partur af jólunum,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.

Samtökin eru ein þeirra friðarhreyfinga sem halda Friðargönguna árlegu á Þorláksmessu. „Þarna byrja jólin hjá mörgum fjölskyldum en það er ágætt að koma sér niður í bæ og heyra á friðarmálefni í lokin því að það er náttúrulega ansi víða ófriðvænlegt í heiminum og hefur nú alltaf verið.“

Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 í dag. Þaðan liggur svo leiðin niður á Austurvöll. „Boðskapurinn hefur alltaf verið sterkur en Ísfirðingar hafa hefð fyrir þessu og Akureyringar líka,“ segir Stefán. Kolbeinn Óttarsson Proppé er fundarstjóri samkomunnar í Reykjavík en hann sá einnig um það árið 2003.

„Þá hafði Íraksstríðið byrjað þetta sama ár og gangan var einhver alstærsta ganga sem við höfum séð. Það hefur oft verið þannig að atburðir heimsins hafa áhrif á mætinguna ekki síður en veðrið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×