Innlent

Öngull í gegnum hönd sjómanns

Gissur Sigurðsson skrifar
Hafsins hetjur láta sér fátt fyrir brjósti brenna.
Hafsins hetjur láta sér fátt fyrir brjósti brenna. visir/vilhelm
Sjómaður, sem var einn á báti sínum úti af Vestfjörðum síðdegis í gær, fékk öngul í gegnum aðra höndina og sat hann þar fastur.

Hann óskaði eftir aðstoð sjómanna á nálægum bátum, sem höfðu samband við lækni í landi. Hann ráðlagði þeim að reyna ekki að losa öngulinn, heldur að sigla með sjómanninn í land og koma honum undir læknishendur.

Skipveri af báti, sem kom að, fór yfir í bát mannsins og sigldi honum í land á Suðureyri, þaðan sem manninum var ekið á næstu heilsugæslustöð, þar sem öngullinn var losaður. Þrátt fyrir þessar hremmingar sagðist hann ætla að róa aftur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×