Fótbolti

Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vísir/Getty
Það var líf og fjör í leikjum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og línur farnar að skýrast þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Real Madrid og Leicester City eru í góðum málum eftir leiki kvöldsins sem og Dortmund.

Juventus og Sevilla eru einnig að sigla fram úr öðrum liðum í sínum riðli.

Mikil spenna er aftur á móti í E-riðli þar sem þrem stigum munar á efsta og neðsta liði.

E-riðill

CSKA - Monaco 1-1

1-0 Lacina Traore (34.), 1-1 Bernardo Silva (87.).

Leverkusen - Tottenham 0-0

Staðan: Monaco 5, Tottenham 4, Leverkusen 3, CSKA Moskva 2.

F-riðill

Real Madrid - Legia V. 5-1

1-0 Gareth Bale (16.), 2-0 Marcelo (20.), 2-1 Miroslav Radovic, víti (22.), 3-1 Marco Asensio (37.), 4-1 Lucas Vazquez (68.), 5-1 Alvaro Morata (85.).

Sporting - Dortmund 1-2

0-1 Pierre-Emerick Augameyang (10.), 0-2 Julian Weigl (43.), 1-2 Bruno Cesar (67.).

Staðan: Real Madrid 7, Dortmund 7, Sporting 3, Legia Varsjá 0.

G-riðill

Leicester - FCK 1-0

1-0 Riyad Mahrez (40.).

Club Brugge - Porto 1-2

1-0 Jelle Vossen (12.), 1-1 Miguel Layun (68.), 1-2 Andre Silva (90.).

Staðan: Leicester 9, FC Kaupmannahöfn 4, Porto 4, Club Brugge 0.

H-riðill

D. Zagreb - Sevilla 0-1

0-1 Samir Nasri (37.).

Lyon - Juventus 0-1

0-1 Juan Cuadrado (76.)

Rautt: Mario Lemina, Juventus (54.)

Staðan: Juventus 7, Sevilla 7, Lyon 3, Dinamo Zagreb 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×