Innlent

Öldungaráð bíður ekki fulltrúans

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópvogi.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópvogi. vísir/anton
„Óskað er eftir að bæjarstjóri gyrði sig í brók, leiti eftir tilnefningum í starfshópinn og boði til fundar hið fyrsta,“ segir í bókun samfylkingarmannsins Péturs Hrafns Sigurðssonar í bæjarráði Kópavogs. Benti Pétur á að ekkert bólaði á skipan starfshóps um öldungaráð í Kópavogi þótt sex mánuðir væru frá því að ákveðið var að skipa hópinn.

„Í viðræðum mínum við Félag eldri borgara hefur komið fram að enginn pressa er af hálfu félagsins við stofnun öldungaráðs. Það er þó ekki meiningin að bíða eftir því að Pétur Hrafn Sigurðsson verði eldri borgari,“ segir í svarir Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra sem þakkaði áminninguna. Pétur er 54 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×