Innlent

Ólafur Ragnar ávarpar alþjóðaþing Arctic Circle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Vilhelm

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag fimmtudaginn 30. október og næstu daga eiga fjölda funda með fulltrúum erlendra ríkja og öðrum forystumönnum sem sækja munu alþjóðaþing Arctic Circle – Hringborðs Norðurslóða sem hefst í Hörpu í fyrramálið, föstudaginn 31. október.



Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skrifstofa forseta Íslands. Forsetinn mun flytja ávarp í upphafi þingsins og á setningarfundinum halda einnig ræðu forseti Finnlands Sauli Niinistö, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður frá Bandaríkjunum, og Robert J. Papp aðmíráll, sérlegur fulltrúi Bandaríkjastjórnar um málefni Norðurslóða.



Þá verða flutt af myndbandi ávörp Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD.



Forseti Íslands mun síðar í dag eiga fundi með forseta Finnlands Sauli Niinistö, Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanni og sendinefnd frá Singapúr.



Á morgun og um helgina mun forseti eiga fundi með sendinefndum frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Bretlandi, Japan, Kóreu, Frakklandi og Kanada sem og með Christiana Figueres, stjórnanda Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC).



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×