Fótbolti

Ólafur: Bjóða honum allra þjóða kvikindi en engan Íslending

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur H. Kristjánsson er stundum ekki alveg sáttur með sína menn.
Ólafur H. Kristjánsson er stundum ekki alveg sáttur með sína menn. Vísir/Getty
Ólafur H. Kristjánsson þjálfar liðið Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið fer í jólafríið í fjórða sæti deildarinnar.

Randers var í mun betri málum en tapaði fjórum síðustu leikjum sínum á árinu 2016. „Það hafði verið góður árangur hjá okkur en svo kom þetta bakslag,“ sagði Ólafur í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag.

„Fyrir tímabilið var okkur spáð sæti í sjö til níu en við höfum haldið okkur í efri helmingi deildarinnar allt tímabilið og stefnan eftir áramótin er að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina,“ sagði Ólafur í viðtalinu.

Guðmundur spurði Ólaf út í hvort hann ætlaði að styrkja liðið og hvort hann myndi þá horfa til Íslands. Ólafur segir að hann muni gera eitthvað.

„Það er svolítið þannig hjá Randers að við kaupum ekki leikmenn nema að selja í staðinn. Núna erum við ekki að fara að selja neina svo við tökum þá bara leikmenn á frjálsri sölu,“ sagði Ólafur og bætti við:

„Okkur er boðið aragrúi af leikmönnum sem eru allra þjóða kvikindi eins og maður segir en enginn Íslendingur,“ sagði Ólafur meðal annars í viðtalinu við Guðmund en það má finna það allt í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur mun fara með liðið sitt í tíu daga æfingabúðir til Tyrklands í lok janúar til að undirbúa liðið fyrir seinni hluta tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×