Innlent

Ofsaakstur í Reykjanesbæ

Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði mann á bifhjóli
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði mann á bifhjóli Vísir
Ökumaður bifhjóls reyndi í dag að stinga lögregluna á Suðurnesjum af með ofsaakstri. Lögreglan var við hefðbundið umferðareftirlit þegar bifhjóli var ekið á móti þeim á öfugum vegarhelming á allt of miklum hraða. Þegar ökumanninum var gefið merki um að stöðva gaf hann í svo hjólið fór í loftköstum á köflum.

Ók maðurinn allt hvað aftók um götur Keflavíkur, göngustíga, tún, móa og reiðveg uns hann gafst upp og reyndi að fela sig við hús í Reykjanesbæ. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögrelgustöð þar sem hann játaði að vera ekki með ökuréttindi á bifhjólið. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum iðraðist hann sáran gjörða sinna.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×