Lífið

Nýtt myndband frá Beebee and the bluebirds

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynhildur Oddsdóttir er í bandinu Beebee and the bluebirds.
Brynhildur Oddsdóttir er í bandinu Beebee and the bluebirds. mynd/Gígja D. Einarsdóttir
Hljómsveitin Beebee and the bluebirds voru að enda við að klára vinnslu á myndbandi við lagið Easy.

Sveitin gaf út fyrstu plötuna sína í október á síðasta ári og hafa fengið mjög góðar viðtökur á henni.

„Ég er búin að vera á ferð á flugi, m.a fór ég til Boston í mars þar sem ég spilaði á tónleikum ásamt Kaleo, svo fór ég til Kanada í apríl þar sem ég spilaði með Birni Thoroddsen og öðrum frábærum gítarleikurum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir sem er í bandinu ásamt þeim Tómasi Jónssyni, Brynjari Páli Björnssyni og Ásmundi Jóhannssyni.

Sveitin var að koma frá Portland þar sem hún spilaði á nokkrum stöðum í tilefni af beinu flugi Icelandair til Portland.

„Við erum að fara að halda útgáfutónleika í Iðnó þann 24. júní og eftir það förum við austur og spilum m.a á Jazzhátíð Egilsstaða. Svo spila ég á Reykjavik Guitarama sem haldið verður í Háskólabíó 3. október.“

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið. Lagið og myndband var tekið upp og unnið í Stúdíó Paradís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×