Íslenski boltinn

Nýtt andrúmsloft í íslenskum fótbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, segir að það hafi líklega aldrei verið eins mikil pressa á stærstu liðunum fyrir komandi tímabil og að það sé að skapast nýtt andrúmsloft í íslenskum fótbolta.

Arnar segir að þetta snúist mikið um peninga og að komast í Evrópukeppnir þetta tímabilið. Mörg lið eru búin að leggja mikið undir og segir Arnar að þetta sé nýtt andrúmsloft sem hafi myndast í íslenskum fótbolta.

„Ég skynja annað andrúmsloft í íslenskum fótbolta með tilkomu meiri penings og meiri pressu þar sem forráðamenn liðana setja ákveðna pressu á liðin eins og til dæmis FH og KR," sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það er ekki nóg núna að vinna titil. Þú verður að standa þig vel í Evrópukeppni. Þetta skapar pressu á leikmenn og þetta skapar líka pressu á þjálfara. Þetta er nýtt andrúmsloft sem hefur ekki áður þekkst í íslenskum fótbolta að það verður að standa sig vel á öllum vígstöðvum."

Allt innslag Guðjóns má sjá hér að neðan, en Arnar fer þá einnig yfir hvern leik fyrir sig í fyrstu umferðinni sem hefst á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×