Innlent

Nýir framkvæmdastjórar á Landspítala

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Framkvæmdastjórn LSH
Framkvæmdastjórn LSH MYND/AÐSEND
 

Sjö nýir framkvæmdastjórar klínískra sviða hafa verið ráðnir á Landspítalann en alls bárust 26 umsóknir frá 19 einstaklingum af báðum kynjum.

Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka á lokastigum málsins. 

Nýju framkvæmdastjórarnir eru:

1.Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðissviðs (bráða,öldrun, endurhæfing)

2.Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs

3.Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs

4.Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs

5.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs

6.Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs

7.Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs

Hlutverk nýrrar framkvæmdastjórnar er að leiða uppbyggingu næstu ára á Landspítala er fram kemur pistli forstjóra spítalansPáls Matthíassonar. Framkvæmdastjórnin tekur til starfa 1. september. Auk forstjóra sitja áfram í framkvæmdastjórninni aðstoðarforstjóri, framkvæmdastjórar lækninga, hjúkrunar, fjármálasviðs og rekstrarsviðs auk starfsmannastjóra.

Hægt er að kynna sér ráðningarferilinn og rökstuðning fyrir ráðningu hvers og eins hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×