Lífið

Ný stikla úr Spectre: James Bond kljáist við Kolkrabbann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/skjáskot
Önnur stiklan úr Spectre nýjustu myndinni um breska leyniþjónustumanninn James Bond, rataði á netið nú í morgun.

Daniel Craig fer með hlutverk Bond í fjórða sinn en með hlutverk Bondstúlknanna fara þær Monica Bellucci og Léa Seydoux. Þá fer Cristoph Waltz með hlutverk illmennisins og stjórnandann glæpahringsins Spectre sem berst undir merkjum hins sjöfætta Kolkrabba. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, en hann leikstýrði einnig síðustu Bond myndinni Skyfall. 

Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, má sjá Bond hoppa á millli húsþaka í Mexíkóborg og aka bíl sem er 3.2 sekúndur í hundraðið. Ástaratlotin vantar ekki og þá má heyra digurbarkalegar yfirlýsingar Waltz um að hann sé „höfundur allra þjáninga“ leyniþjónustumannsins.

Áætlað er að myndin verði frumsýnd þann 6. nóvember 2015, en hún er sú 24. í röð Bondmynda.

Sjá má sýnishornið að neðan.

Söguþráður myndarinnar

Með stiklunni fylgir útlistun á söguþræði myndarinnar sem er nokkurn veginn á þessa leið.

Dulkóðuð skilaboð úr fortíðinni senda James Bond til Mexíkóborgar og að lokum til Rómar þar sem hann hitter Lucia Sciarra (leikin af Monicu Belucci), hina fögru og forboðnu ekkju alræmds glæpamanns. Bond brýst inn á leynilegan fund og kemst á snoðir um tilvist samtakanna Spectre.

Á sama tíma í Lundúnum er nýr forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bretlands, Max Denbigh (leikinn af Andrew Scott) farinn að efast um aðferðir Bonds og vegur að tilvistarréttri MI6, undir forystu M (Ralph Fiennes). Bond fær Moneypenny (Naomie Harris) og Q (Ben Whishaw) til að aðstoða sig við að hafa upp á Madeleine Swann (Léa Seydoux), dóttir fyrrum erkióvinar hans Herra White (Jesper Christensen) sem kann að vita hvernig best sé að ráða niðurlögum Spectre. Swann skilur Bond betur en flestir, enda dóttir leigumorðingja.

Eftir því sem Bond kemst nær kjarna Spectre lærir hann um óþægileg tengsl sín við illmenni kvikmyndarinnar, sem leikinn er af Christoph Waltz.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×