SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 23:41

Ný löggjöf neyđir fólk til ađ plćgja akra Venesúela

FRÉTTIR

Ný gögn styrkja endurupptöku

 
Innlent
07:00 29. JANÚAR 2016
Ragnar Ađalsteinsson hćstaréttarlögmađur
Ragnar Ađalsteinsson hćstaréttarlögmađur

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að skýrslutökur sem fóru fram í gær vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins muni styrkja mjög röksemd fyrir endurupptöku málsins í tilfelli allra sakborninga.

Auk formanns endurupptökunefndarinnar gáfu tveir réttarsálfræðingar, sem sátu í starfshóp um málið, skýrslur sem Ragnar telur vega þungt. Tímaspursmál sé hvenær málið verður tekið upp á ný.

„Þeir fóru ítarlega yfir niðurstöður sínar sem eru þær að framburður sakborninganna í þessum málum hafi verið óáreiðanlegur og í einu tilviki hafi verið um falska játningu að ræða, hjá Guðjóni Skarphéðinssyni. Þeir rökstuddu þetta ítarlega og gerðu grein fyrir því á faglegan hátt á hverju þeir byggðu þessar niðurstöður,“ sagði hann.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ný gögn styrkja endurupptöku
Fara efst