Níundi sigurleikur Juventus í röđ í deildinni

 
Fótbolti
21:39 10. JANÚAR 2016
Juventus fagna marki í kvöld.
Juventus fagna marki í kvöld. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Juventus vann sinn níunda leik í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið lagði Sampdoria að velli á Silvio Mazzoleni leikvanginum í Sampdoria. Lokatölur 2-1.

Paul Pogba kom Juventus yfir á sautjándu mínútu eftir undirbúning Leonardo Bonucci og staðan var þannig í hálfleik.

Sami Khedira kom svo Juventus í 2-0 strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, en þá var það Paulo Dybala sem var arkitektinn.

Ítalski markahrókurinn Antonio Cassano minnkaði muninn á 64. mínútu, en nær komust heimamenn í Sampdoria ekki og níundi deildarsigur Juventus í röð staðreynd.

Juventus er nú komið í annað sætið með 39 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Napoli, en Juventus byrjaði tímabilið hörmulega. Sampdoria er í þrettánda sætinu með 23 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Níundi sigurleikur Juventus í röđ í deildinni
Fara efst