Íslenski boltinn

Níu stelpur búnar að skrifa undir samning við FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Rún Óladóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og María Selma Haseta voru allar í stórum hlutverkum í FH-liðinu í sumar.
Ingibjörg Rún Óladóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og María Selma Haseta voru allar í stórum hlutverkum í FH-liðinu í sumar. Mynd/FH
FH-ingar hafa verið stórtækir á síðustu dögum og gengið frá samningum við níu leikmenn meistaraflokks kvenna.

Á meðal þeirra eru ungar stelpur sem slógu í gegn í Pepsi-deildinni í sumar.  FH-liðið endaði í sjötta sæti í Pepsi-deildinni í sumar en liðið var þá nýliði í deildinni.

Leikmennirnir sem FH samdi við eru Aníta Dögg Guðmundsdóttir, Halla Marinósdóttir, Ingibjörg Rún Óladóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, María Selma Haseta, Melkorka Katrín Pétursdóttir, Rannveig Bjarnadóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um þessa leikmenn sem koma fram í fréttatilkynningu frá FH.

Aníta Dögg er 16 ára markvörður, hún hefur leikið 8 leiki með meistaraflokki og einnig 8 leiki með U17 landsliðinu.

Halla er 25 ára miðjumaður, hún hefur leikið 117 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 10 mörk.

Ingibjörg Rún er 18 ára varnarmaður, hún hefur leikið 28 leiki með meistaraflokki og skoraði í þeim 2 mörk, hún hefur einnig leikið 11 leiki með U17 landsliðinu og 3 leiki með U19 landsliðinu.

Karólína Lea er 15 ára sóknarleikmaður, hún hefur leikið 15 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 2 mörk, hún hefur einnig leikið 9 leiki með U17 landsliðinu og skorað í þeim 3 mörk.

Lilja er 26 ára varnarmaður, hún hefur leikið 73 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 5 mörk.

 María Selma er 21 árs varnarmaður, hún hefur leikið 99 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 22 mörk, hún hefur einnig leikið 3 leiki með U17 landsliðinu og 7 leiki með U19 landsliðinu.

Melkorka Katrín er 18 ára miðjumaður, hún hefur leikið 17 leiki með meistaraflokki og skoraði í þeim 1 mark, hún hefur einnig leikið 4 leiki með U17 landsliðinu og 3 leiki með U19 landsliðinu og skorað í þeim 1 mark.

Rannveig er 17 ára miðjumaður, hún hefur leikið 11 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 1 mark, hún hefur einnig leikið 11 leiki með U17 landsliðinu og skorað í þeim 4 mörk.

Selma Dögg er 19 ára miðjumaður, hún hefur leikið 33 leiki með meistaraflokki og einnig 3 leiki með U16 landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×