Innlent

Nítján Ísraelsmenn í áfallahjálp

Gissur Sigurðsson skrifar
Nítján ísraelskir ferðamenn nutu áfjallahjálpar og aðhlynningar starfsmanna Rauða krossins í grunnskólanum í Búðardal. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.)
Nítján ísraelskir ferðamenn nutu áfjallahjálpar og aðhlynningar starfsmanna Rauða krossins í grunnskólanum í Búðardal. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) RKÍ
Nítján ísraelskir ferðamenn nutu áfjallahjálpar og aðhlynningar starfsmanna Rauða krossins í grunnskólanum í Búðardal, eftir að rútubíll, sem fólkið var í, fór út af veginum  við Haukadalsvatn í Dölum undir kvöld í gær. Rútan hafnaði í vatnsrás ofan vegar.

Þrátt fyrir að mikið högg hafi komið á rútuna og að hún hafi skemmst töluvert, þurftu ekki nema þrír úr farþegahópnum að leita aðhlynningar á heilsugæslunni, en auk farþeganna voru bílstjóri og leilðsögumaður um borð, sem sluppu ómeiddir.

Fólkið var vistað á hótelum vestra í nótt. Ekki er vitað með vissu hvað gerðist, en svo virðist sem vegkantur hafi gefið sig undan rútunni með þessum afleiðingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×