Innlent

Niðurstaða komin eftir fund Framsóknar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sigmundur varðist spurningum fjölmiðlafólks.
Sigmundur varðist spurningum fjölmiðlafólks. Vísir/Vilhelm
Þingflokksfundi Framsóknar er lokið en hann stóð yfir í um tvo tíma í Alþingishúsinu í dag.

Þagnareiður er um það sem fram kom á fundinum en Karl Garðarsson þingmaður staðfesti við fjölmiðlamenn á staðnum að niðurstaða væri komin í málið. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hver hún væri. „Ég get ekkert sagt um 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði við fjölmiðlamenn að hann myndi ræða við þá fljótlega og upplýsa um stöðu mála.

„Það er ýmislegt áhugavert að gerast,“ sagði Sigmundur. 

„Ekki mér vitanlega,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra spurð um það hvort ríkisstjórnin væri sprungin.

Formenn stjórnarandstöðuflokkana hafa einnig fundað í þinghúsinu í dag. Þau bíða svara rétt eins og almenningur í landinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×