Innlent

Neyðin aldrei meiri segja framsóknarmenn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sveinbjörg Birna Björnsdóttir er oddviti Framsóknar í borgarstjórn.
Sveinbjörg Birna Björnsdóttir er oddviti Framsóknar í borgarstjórn. Fréttablaðið/Arnþór
„Neyðin hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú og krefst hún beinna og tafarlausra aðgerða Reykjavíkurborgar,“ bókuðu fulltrúar Framsóknarflokks við umræður í borgarstjórn um félagslegar íbúðir.

Framsóknarmenn sögðu verulega skorta á að Reykjavíkurborg uppfyllti skyldur sínar í húsnæðismálum gagnvart þeim sem vegna félagslegra aðstæðna eru ekki færir um að sjá sér sjálfir fyrir húsnæði.

„Reykjavíkurborg verður að setja í forgang fjölgun á félagslegum leiguíbúðum til að mæta skyldu sinni,“ bókuðu framsóknarmenn.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að forgangsraða aðgerðum þannig að félagslegu húsnæði fyrir þann hóp sem sé í brýnni þörf fjölgi.

„Reykjavíkurborg á að tryggja að grundvöllur skapist fyrir öflugan leigumarkað þar sem einkaaðilar sjá hag sinn í því að byggja upp góðan og traustan leigumarkað í borginni. Þannig eru málefni hins almenna leigumarkaðar leyst án aðkomu borgarsjóðs með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ bókuðu sjálfstæðismenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×